Blómstrum
Hjartanlega velkomin
Langar þig að blómstra?
Lifa lífinu í meiri meðvitund?
Hafa meiri stjórn á þínum innri og ytri hraða?
Takast betur á við streitu og aðrar áskoranir lífsins?
Ég heiti Sólveig María og hef valið mína leið í lífinu. Leið sem hentar mér og hjálpar mér að hafa stjórn á eigin lífi. Það er auðvelt að stjórnast af öllu þessu utanaðkomandi. Ég lifi hægum lífstíl í meðvitund. Mig langar að miðla því sem hefur reynst mér vel í átt að bættum lífsgæðum.
Nýtt námskeið framundan
Í byrjun janúar hefst námskeiðið Meðvituð líkamsrækt aftur
Langar þig að stunda líkamsrækt á rólegum stað í litlum hópi? Ná betri tökum á heilsunni, steitunni og öðlast um leið betri lífsgæði?
Hver tími er 60 mínútur og samanstendur af styrktaræfingum, liðkun og teyjum. Í lok hvers tíma er endurnærandi slökun.