top of page

Hvað er góð heilsa?

Er það góð heilsa að hlaupa hratt og passa í ákveðna stærð að fötum?


Með árunum hefur skilgreining mín á því hvað góð heilsa er breyst. Hugtakið hefur fengið

víðtækari merkingu en áður. Góð heilsa er að mínu mati að líða vel í eigin líkama og geta gert það sem mig langar til.


Stundum er betra að taka eitt skref í einu en mörg þegar kemur að heilsu. Breyta færri hlutum í einu til frambúðar. Ef við gerum of margt í einu er hætta á að okkur mistakist og við lendum á byrjunarreit.


Það að hreyfa sig og stunda líkamsrækt að einhverju tagi er mikilvægt fyrir heilsuna. Það hjálpar okkur að líða betur líkamlega og andlega.


Hér koma nokkur ráð sem hafa reynst mér vel þegar kemur að hreyfingu


  • Allt er betra en ekkert. Ef þú átt lítinn tíma eða hefur litla orku þá er alltaf betra að gera eitthvað en ekkert. Það að fara í gönguferð í 10-15 mínútur er mun betra en að sleppa því alveg að hreyfa sig.

  • Finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og þá er auðveldara að gera hana hluta af lífstíl. Ekki hanga í einhverju sem þér líkar ekki. Viltu hreyfa þig úti eða inni? Viltu vera í hópi eða ekki?

  • Það má búta hverja æfingu niður og gera hana í pörtum ef það hentar betur þann daginn. Æfingu sem er 30 mínútur má til dæmis gera í 2-3 pörtum yfir daginn. Tíu mínutur hér og þar virkar mögulega ekkert svo óyfirstíganlegt.

  • Hlustaðu á líkamann þinn og veldu æfinguna eftir honum. Ef þú ert með litla orku og verki einn daginn þarftu kannski að hreyfa þig á mildan hátt. Þegar þér líður vel og þú átt orku getur þú gert meira. Ef þú glímir við verki eða orkuleysi bættu þá rólega við hreyfingu.

  • Klappaðu þér á bakið fyrir allt sem þú gerir frekar en brjóta þig niður fyrir það sem þú getur ekki.

  • Mundu að líkaminn þinn er mikilvægur og þú ert að hreyfa þig fyrir þig en ekki aðra. Áfram þú!





54 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page