top of page

Veðrið úti og veðrið inn í okkur

Ég átti samtal við manneskju í gær sem var að kvarta undan öllum þessu snjó. Hafði orð á því að það væri ekki hægt að vera úti vegna snjósins. Vissulega getur snjór valdið okkur vandræðum og þá sérstaklega þegar kemur að samgöngum. En gætið þess að falla ekki í þá gryfju að vera að bíða eftir að snjórinn fari. Því þá eruð þið ekki á staðnum heldur að óska ykkur einhvers annars en þess sem er akkurart núna. Veturinn á Íslandi er langur, kaflaskiptur og krefjandi en hann er líka alveg dásamlegur. Að mínu mati er fátt fallegra en dúnmjúkur snjór liggjandi á jörðu og trjám. Enn meiri töfrar myndast svo þegar þessi gula lætur sjá sig og jörðin byrjar að glitra.

Flest börn elska snjóinn - þau sjá öll óteljandi tækifæri. Þau eru fæst að bíða eftir sumri og grænu grasi. Þau iða í skinninu að fara út að leika. Stundum er gott að sjá heiminn með augum barnanna. Sjá tækifærin og njóta þess sem er. Ekki bíða eftir því sem verður. Því við eigum bara þetta augnablik í dag. Við stjórnum ekki veðri eða árstíðum á Íslandi né hvergi í heiminum. En við stjórnum hugarfari okkar. Förum út og rennum okkur og komum inn með kafrjóðar kinnar. Drekkum í okkur veturinn og verum nærverandi en ekki fjarverandi - það er svo mikið meiri lífsfylling í því.


Gleðilegan snjó!



47 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page