top of page

Hægara uppeldi

Updated: Feb 2


Ég hef undanfarið pælt mikið í hugtakinu streita. Stundum er ég hugsi yfir streittum börnum hér á landi. Börn sem virðast á einhvern hátt vera með upptendruð taugakerfi. Það er svo margt sem bendir til að við þurfum að breyta og hægja taktinn.

Rannsóknir tengdar þessu málefni virðast ekki koma vel út á Íslandi. Börn eru lengi frá foreldrum á daginn og lyfjanotkun virðist í hámarki. Það er mikilvægt að minna sig á að samvera foreldra og barna er gríðarlega mikilvæg. Tengsl eru eins gríðarlega mikilvæg. Hér eru nokkrir punktar sem við getum notað til áminningar og hjálpað okkur að hægja taktinn í uppeldinu.


Vitum við að 8-16 tíma vinnudagur barna er mjög krefjandi?

Vitum við að mikil tölvunotkun, símar og annað þess háttar getur aukið streitu? Já flestir vita það - höfum við þetta að leiðarljósi?

Vitum við að börnin okkar fá oft ekki nægan svefn?

Vitum við að útivera á grænu svæði í hálftíma á dag getur gert stórkostlega mikið fyrir líðan?

Erum við til staðar og að njóta þegar við erum með börnum okkar?

Erum við alltaf að flýta okkur? Segjum við oft "flýttu þér" eða "drífðu þig"?

Vitum við að við börn/einstaklingar hafa mjög misjafnt þol gagnvart streitu?

Ferðu oft út að leika með barninu þínu?

Eru skjálausir dagar á þínu heimili?

Lestu fyrir barnið þitt reglulega?

Veistu hvað vatn hefur róandi áhrif?

Hefur þú bakað nýlega með barninu þínu?

Mannstu hvað það er dásamlegt að anda að sér fersku lofti í meðvitund?


Þetta er alls ekkert flókið en það getur verið flókið að muna þetta. Staldra við og framkvæma í amstri hverdagsins. Börnin okkar eru svo mikilvæg! Við foreldrar erum svo mikilvæg! Taugakerfin okkar eru líka afar mikilvæg.






95 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page