Blómstrum
Námskeið
Meðvituð líkamsrækt
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama.
Þetta námskeið hentar sérstaklega vel konum sem glíma við streitu, þreytu, vefjagigt, orkuleysi, verki, einkenni breytingarskeiðs, kulnun og/eða önnur heilsutengd vandamál.
Hver tími er 60 mínútur og samanstendur af rólegri en markvissri hreyfingu með áherslu á styrk, teygjur og liðkun. Í lok hvers tíma er 10-15 mín leidd slökun.
Sólveig hefur sjálf glímt við streitu og heilsubrest og hefur sett þetta námskeið saman úr því sem hefur reynst henni vel í átt að bættari lífsgæðum.
Hver og ein vinnur á sínum hraða og mikilvægt er að hlusta alltaf á eigin líkama. Það að öðlast aukin styrk og teygja og liðka líkamann vinnur gegn verkjum og stirðleika. Það er ekkert um hopp eða mikla ákefð.
Ef þú vilt koma hreyfingu betur inn í daglegt líf, styrkja þig líkamlega og andlega, lifa í meiri meðvitund og almennt bæta heilsu þína þá er þetta námskeið einmitt fyrir þig.
Næsta námskeið hefst í janúar og stendur í 6 vikur
Námskeiðið er kennt í Samkennd heilsusetri Tunguhálsi 19